Upplýsingar um kvörtunar og áfrýjunarferli
Kvörtunar- og áfrýjunarferli Betri skoðunar ehf. er ein af meginstoðum gæðakerfis félagsins.
Með þessum ferlum þá tryggjum við að við nýtum alla þá gagnrýni, það hrós og þær ábendingar sem okkur berast til að gera nauðsynlegar úrbætur á starfseminni.
Hægt er að senda okkur kvartanir/ábendingar á betriskodun@betriskodun.is.
Öllum kvörtunum eða ábendingum sem berast okkur er haldið í trúnaði á milli fyrirtækisins og kvörtunar/ábendingaraðila.
Öllum kvörtunum/ábendingum er svarað.
Áfrýjunarferli Betri skoðunar ehf. tryggir faglega úrlausn ágreiningsmála vegna niðurstöðu skoðunar ökutækja.
Beiðni um áfrýjun á niðurstöðu skoðunar þarf að berast skriflega bréfleiðis á skrifstofu fyrirtækisins stílað á framkvæmdastjóra eða í tölvupósti á betriskodun@betriskodun.is.
Kvörtunar- og áfrýjunarferli Betri skoðunar ehf. er tiltækt hagsmunaaðilum sé þess óskað.
Stutt lýsing á kvörtunar og áfrýjunarferli hangir uppi á vegg í afgreiðslu í Hafnarfirði ásamt því að vera aðgengileg á heimasíðu fyrirtækisins.